28.04.2002
Um miðjan apríl gékk Skíðafélag Dalvíkur frá ráðningu barna og unglingaþjálfara fyrir næsta vetur.
Þjálfarinn sem ráðinn var heitir Guðný Hansen. Guðný hefur starfað í skíðahreyfingunni í mörg ár nú síðast sem punktaformaður Skíðasambands Íslands. Hún hefur mikla reynslu í þjálfun og hefur menntað sig í greininni bæði hér heima og einnig erlendis en hún hefur starfað sem skíðakennari meðal annars í Austurríki. Hér á landi hefur hún þjálfað hjá mörgum félögum og þar má nefna Ármann, KR, Fram og síðast var hún hjá Breiðablik.
Guðný kemur til Dalvíkur í desember.
Þá verður Sveinn Torfason einnig við þjálfun hjá félaginu eins og fjögur síðustu ár og mun hann sjá um unglingaþjálfun og sumar og haustæfingar hjá félaginu. Það er því óhætt að segja að félagið sé í mjög góðum málum fyrir næstu vertið með þessa aðila sem þjálfara og kennara.