Búið að tengja alla tengibrunnanna.

Í dag lauk lang stæðsta hluta uppsetningarinnar á snjókerfinu þegar síðasti brunnurinn var settur niður. Allri suðu og gröfuvinnu á skíðasvæðinu sjálfu er því lokið og aðeins á eftir að tengja stofn lögnina inn í dæluhúsið þegar dælan verður komin á sinn stað. Þá á eftir að leggja rör að fæðidælunni sem kemur í brunninn sem er rétt við dæluhúsið. Næstu daga verður hafist handa við frágang á rafmagni, bæði inn í Brekkusel og í brunnunum. Inn í Brekkusel kemur nýr strengur þar sem spennirinn sem er austan við húsið verður fjarðlægður því nýji spennirinn fyrir svæðið er staðsettur í rými í dæluhúsinu. Segja má að með þessum áfanga í dag sé orðið öruggt að öllum verkliðum við snjókerfið líkur innan skamms og kerfið verður allt tekið í notkun síðar í mánuðinum. Okkur er því að takast það sem við ætluðum í upphafi, klára allt verkið. Þá er verið að skipta um reimar í beltunum í snjótroðaranum en eins og áður hefur komið fram þá voru þær orðnar mjög lélegar. Annað smávægilegt viðhald er síðan eftir á snjótroðaranum og er meiningi að klára troðarann um miðja næstu viku. Troðaranns bíður það verkefni að kanna snjóalög í fjallinu og gera það síðan klárt fyrir opnun ef snjórinn er nægur sem allt bendir til, allavega í efri lyftunni. Við framleiðum síðan það sem vantar upp á af snjó:):) Á myndasíðunni eru nýjar myndir .