Byrjenanámskeið hefst föstudaginn 24. febrúar

Fyrir ykkur sem núþegar hafið skráð börn ykkar á byrjendanámskeiðið, þá byrjar námskeiðið næstkomandi föstudag þann 24. febrúar. Námskeiðið verður í 5 daga eins og áður hefur komið fram og klukkutíma í senn. 

Kennsla verður eftirfarandi: Föstudaginn 24. feb kl 17:30 
Laugardaginn 25. feb kl 11:00
 Sunnudaginn 26. feb kl 11:00 
Mánudaginn 27. feb kl 17:30
 Þriðjudaginn 28. feb kl 17:30

 Námskeiðsgjald er 9000 krónur og greiðist í fyrsta tíma. Hægt er að leigja skíðabúnað fyrir börnin án endurgjalds meðan á námskeiðinu stendur. Þá býðst foreldrum frítt á skíði, auk þess að fá leigðan skíðabúnað án endurgjalds tvo af námskeiðsdögum. Nánari upplýsingar á skíðasvæðinu eða hjá Hörpu í síma 8663464.