Byrjendakennsla.

Áætlað er að byrjendakennslan hefjist föstudaginn 6. Janúar. Námskeiðið verður í 5 daga og er stefnt að því að annað námskeið verði í lok janúar. Námskeiðið er ætlað fyrir börn fædd árið 2007 og fyrr. Skráning fer fram á skíðasvæðinu í síma 4661010 eða á staðnum á opnunartíma fyrir miðvikudaginn 4. janúar. Námskeiðsgjald er 9000 kr. og er leiktímagjald innifalið í því verði en um leið og börnin eru orðin sjálfbjarga í lyftur færast þau yfir í leiktímana sem boðið er upp á í allan vetur fyrir börn fædd 2006 og 2007 og eru sjálfbjarga í lyftur. Námskeiðsgjald greiðist í fyrsta tíma. Nánari upplýsingar hér á síðunni og á skíðasvæðinu fimmtudaginn 5. janúar.