Byrjendakennsla fyrir fullorðna

Byrjendakennsla fyrir fullorðna fór af stað þriðjudagskvöldið 20/2 en mætingin var frekar dræm. Aðeins mættu tvær galvaskar konur á skíði, en þær stóðu sig með mikilli prýði. Sefnt er að því að halda áfram fimmtudagskvöldið 22/2 og vonumst við til þessað fleiri mæti þá. Hvar eruð þið sem viljið læra á skíðin ykkar??? :o) Það er ekki nóg að segjast vilja fá kennslu og mæta svo ekki ;o) Það er alveg ótrúlega gaman að vera á skíðum í myrkrinu og upplifa alla fegurðina í kring um okkur á stjörnubjörtum kvöldum, því hvetjum við ykkur til að nýta vel þessi kvöld sem boðið verður upp á fullorðinskennslu og þá getið þið notið þess að fara á skíði á góðviðrisdögum með börnunum, vinum eða bara hverjum sem er. Þið sem hafið verið á skíðum í mörg ár en eruð nú búin að fjárfesta í nýjum carving skíðum getið komið og nýtt ykkur að fá tilsögn við að beita nýja búnaðinum.