31.01.2012
Nýtt námskeið fyrir byrjendur hefst föstudaginn 3. febrúar hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Námskeiðið stendur í fimm daga. Námskeiðið er ætlað fyrir börn fædd árið 2007 og fyrr. Skráning fer fram á skíðasvæðinu í síma 466 1010 eða á staðnum á opnunartíma fyrir kl. 17:00 fimmtudaginn 2. febrúar. Námskeiðsgjald er 9.000 kr. og er leiktímagjald innifalið í því. Um leið og börnin eru orðin sjálfbjarga í lyftur færast þau yfir í leiktímana sem boðið er uppá í allan vetur fyrir börn fædd 2006 og 2007 og eru sjálfbjarga í lyftur. Námskeiðsgjald greiðist í fyrsta tíma.
Nánari upplýsingar hjá Hörpu 8663464 og Björgvin 8971224.