Byrjendakennslan hefst á miðvikudaginn

Miðvikudaginn 19.janúar hefst byrjendakennslan. Allir þeir sem eru skráðir mæti við Brekkusel kl.18:00. Fimmtudaginn 20. janúar hefst kennslan kl.17:30. Um helgina, laugardaginn 22.janúar og sunnudaginn 23. janúar hefst námskeiðið kl. 16:00. Hver tími er ein klst. Upplýsingar um kennsludaga eftir helgina verða settar hér á síðuna á sunnudaginn 23. janúar. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. og greiðist í fyrsta tíma hjá starfsmönnum svæðisins.