03.12.2008
Í vetur verður boðið upp á byrjendakennslu 2 daga í viku í staðin fyrir 10 daga námskeið eins og undanfarin ár. Byrjendanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2004 og fyrr. Sama fyrirkomulag verður og undanfarin ár, börnin sem eru fædd 2002, 2003 og 2004 eru orðin sjálfbjarga á skíðum og í lyftu færast þau upp, 2003 og 2004 í leiktímann og 2002 í 1. bekk o.s.frv.
Ath að öll æfingagjöld eru án lyftugjalda nema hjá börnum í leiktímum fædd 2003 og 2004 og í byrjendakennslu þar eru þau innfalin.
Námskeiðin eru á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 15:00 og 16:00
Harpa Rut Heimisdóttir sér um kennsluna og gefur hún nánari upplýsingar á skíðasvæðinu á daginn