Byrjendanámskeið hefst 31. janúar

10 klst. byrjendanámskeið fyrir börn fædd 1998 og fyrr hefst föstudaginn 31. janúar kl. 18.00. Kennt verður í sjö skipti 1.5 klst. í senn. Næstu tímar eru sem hér segir: Laugardaginn 1. febrúar kl. 10:30 Sunnudaginn 2. febrúar kl. 12:30 Miðvikudaginn 5. febrúar kl.17:30 Föstudaginn 7. febrúar kl. 17:30 Tveir síðustu tímarnir verða ákveðnir síðar. Skráning fer fram á skíðasvæðinu í síma 4661010 á opnunartíma fyrir kl. 16.00 á föstudag. Minnum á að allir sem eru á æfingum og í kennslu hjá Skíðafélagi Dalvíkur eiga að nota hjálma. Skíðafélag Dalvíkur.