Carving námskeið fyrir fullorðna

Boðið verður upp á carving námskeið fyrir fullorðna um helgina. Námskeiðið verður á laugardag og sunnudag kl. 13-14:30 og kennari er Björgvin Hjörleifsson. Upplagt tækifæri fyrir þá sem eru búnir að fjárfesta í nýjum og flottum carving skíðum til að aðlaga getuna að búnaðinum. Námskeiðsgjald er 3.000 kr og skráning á skidalvik@skidalvik.is eða í Brekkuseli í síma 4661010.