Dagný Linda Íslandsmeistari í alpatvíkeppni

Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri sigraði örugglega í alpatvíkeppni kvenna, enda hafði hún sigur í bæði svigi og stórsvigi. Önnur varð Brynja Þorsteinsdóttir, Akureyri, og Emma Furuvik, Ármanni, hlýtur bronsverðlaunin. Í fjórða sæti í alpatvíkeppni varð Harpa Dögg Kjartansdóttir, Breiðabliki, og Helga Björk Árnadóttir, Ármanni, í fimmta sæti.