Dagný Linda með forystu eftir fyrri ferð

Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri er fyrst í stórsviginu á Skíðamóti Íslands eftir fyrri ferð. Dagný Linda er með tímann 1:05:18. Önnur er frænka hennar, Brynja Þorsteinsdóttir frá Akureyri, á tímanum 1:05:70 og þriðja Harpa Dögg Kjartansdóttir úr Breiðabliki á tímanuum 1:05:74 mín. Fjórða er síðan Emma Furuvik úr Ármanni á tímanum 1:05:95.