Dagný Linda sigraði FIS-mótið í dag

Dagný Linda Kristjánsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, sigraði í dag á alþjóðlegu FIS-móti i svigi í Böggvisstaðafjalli. Dagný Linda fékk samanlagðan tíma 1:39:35 mín. Önnur varð Brynja Þorsteinsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, á tímanum 1:39:37 mín og þriðja varð Eva Dögg Ólafsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, á tímanum 1:43:83 mín. Fjórða varð Helga B. Árnadóttir, Ármanni, á tímanum 1:44:78 mín og fimmta Harpa Dögg Kjartansdóttir, Breiðabliki, á samanlögðum tíma 1:44:96.