Dagný Linda sigraði stórsvigið

Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri sigraði í stórsvigi á Skíðamóti Íslands sem var að ljúka í Böggvisstaðafjalli. Dagný Linda fékk tímann 2:09:14 mín. Önnur varð frænka hennar frá Akureyri Brynja Þorsteinsdóttir á tímanum 2:10:56 mín og þriðja Hanna Dögg Kjartansdóttir, Breiðabliki, á tímanum 2:11:33 mín. Fjórða á Skíðamóti Íslands varð síðan Emma Furuvik, Ármanni. Þetta er óbreytt röð efstu stúlkna frá fyrri ferð stórsvigsins í morgun.