Dagný Linda þrefaldur Íslandsmeistari

Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri endurtók leikinn f´rá því í gær og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í svigi kvenna. Önnur varð Brynja Þorsteinsdóttir Akureyri, þriðja Emma Furuvik og Hrefna Dagbjartsdóttir varð fjórða. Samanlagður árangur í stórsvigi tryggði Dagnýju Lindu sigur í alpatvíkeppni kvenna og Brynja Þorsteinsdóttir hlaut silfurverðlaunin.