Dagskráin á skíðasvæðinu í dag Skírdag.

Í dag verður skíðasvæðið í Böggvissstaðafjalli opið frá kl 10-17. Hér er ágætis veður, norðan gola og hér falla snjókorn öðru hvoru. 10.30-11.45: Leikjatími fyrir öll börn fædd 1996 og síðar þar sem Bjartur verður meðal þátttakanda. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í leiknum með börnunum. 11.00-15.00: Skátafélagið Landvættir býður upp á barnagæslu í fjallinu gegn vægu gjaldi. Fulltrúar Landvætta munu vera með ýmsar uppákomur fyrir börnin og tryggja að þeim leiðist ekki á meðan foreldrarnir taka létta spretti í brekkunum. 13.00-15.00: Boðið verður upp á einkakennslu fyrir byrjendur á skíðum gegn gjaldi. Nánari upplýsingar í Brekkuseli. 15.00: Sr. Magnús G. Gunnarsson flytur stutta hugvekju - Slökkt verður á lyftunum á meðan á hugvekjunni stendur. Þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina verður uppi allan daginn!!!