31.03.2004
Í dag er búið að verða opið í 100 daga á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli á þessari skíðavertíð. Svæðið opnaði fyrst 3. nóvember 2003 og var opið í 15. daga fram að áramótum. Á þessu ári hefur því verið opið í 85 daga af 92 mögulegum.
Það er því óhætt að segja að veturinn sé búinn að vera frábær hjá okkur. Aðsókn hefur verið mjög góð og sjaldan hafa verið seld jafnmörg árskort og í vetur en þau eru orðin um 230. Þá hafa um 120 börn verið í kennslu og á æfingum hjá félaginu sem er með besta móti. Hingað hafa einnig komið fjölmargir hópar, bæði skólar, félagsmiðstöðvar og félög til æfinga.