Dagur Ýmir hefur hafið keppni.

Dagur Ýmir Sveinsson frá Dalvík keppti í stórsvigi á Ólympíuleikum ungmenna í dag í Gangwon í Suður Kóreu. 

Dagur var með rásnúmer 59 af 79 keppendum og var hann í 49.sæti eftir fyrriferð og síðan hlekktist honum á í seinni ferð og náði ekki að ljúka keppni. 

En það er nýr dagur á morgun þar sem bæði strákar og stelpur keppa í svigi og er það jafnframt síðasti keppnisdagurinn hjá okkar fólki í alpagreinum. 

Eyrún Erla er með rásnúmer 38, Þórdís Helga 56 og Dagur Ýmir 55. 

Hægt er að fylgjast með live timing hér: 

Stelpur: Gangwon, Youth Olympic Winter Games, Women, Gangwon, Slalom (fis-ski.com)

Strákar: Gangwon, Youth Olympic Winter Games, Men, Gangwon, Slalom (fis-ski.com)

 

Frétt fengin af vef Skíðasambands Íslands.