30.04.2010
Einar ætlar að fara á troðaranum fram á Böggvistaðadal í fyrramálið. Hann fór í dag með kofa fyrir Ferðafélagið og var svo heillaður af aðstæðum að hann ákvað að fara aftur á morgun. Lagt verður í hann kl. 9:00 frá Brekkuseli. Félagsmenn Skíðafélagsins sem eru 11 ára og eldri eru velkomnir svo lengi sem það er pláss á köðlunum en troðarinn mun draga skíðafólk. Ekki er ráðlegt að fara með yngri börn í þennan leiðangur, við bönnum það ekki en leggjum áherslu á að foreldrar verða þá að taka ábyrgð á börnum sínum og fylgja þeim.