Dalvíkurmót 16+ og öldungarmót - bókið daginn

Dalvíkurmót í flokki 16+ verður haldið um páskana og við sama tækifæri ætlum við að skella í eitt öldungarmót í stórssvigi. Planið er þannig: Skírdagur Svig 16+ kl: 10:30 Afhending númera kl: 11:00 Start fyrri ferð, seinni ferð strax að lokinni þeirri fyrri Stórssvig 16+ og öldungar kl: 14:00 Afhending númera kl: 15:00 Start fyrri ferð, seinni ferð strax að lokinni þeirri fyrri Öldungar eru þeir sem fæddir eru 1988 eða fyrr. Öllum Dalvíkingum eldri en 16 ára er heimilt að keppa í Dalvíkurmóti 16+ en ekki er hægt að keppa í báðum flokkum. Skráning fer fram á staðnum og öllum er heimil þátttaka í öldungarmótinu, innfæddum jafnt sem brottfluttum og ekki síst gestum sem hafa um langan veg að fara. Heyrst hefur að gamlar kempur líkt og Sigtryggur Hilmars, Hilmar Guðmunds, Jón Halldórs, Inga Júl, Kristín Gunnþórs, Svansa Árna og Hildur Birna ætli að taka þátt. Seljum það ekki dýrara en við keyptum það. Verðlaun í boði. Dresscode í stórsvig í öldungarflokki: Sprautugalli Mótanefndin