Dalvíkurmót

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni fer Dalvíkurmót fram um helgina. Á laugardaginn verður keppt í stórsvigi og hefst keppni kl. 11. Keppendur og starfsfólk þurfa þó að mæta kl. 10 en þá verða rásnúmer afhent og einnig er þá síðasti möguleikir á að skrá sig í mótið. Þeir sem þegar hafa ákveðið að keppa eru beðnir að tilkynna þjálfurum það sem fyrst. Á sunnudaginn verður svo keppt í svigi og eru tímasetningar hinar sömu og á laugardaginn. Við vonum að sem flestir komi og taki þátt.