27.02.2002
Dalvíkurmót 2002 fyrir 12 ára og yngri verður haldið 2-3 mars n.k. ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir. dagskrá mótsins er sem hér segir.
Laugardagur.
Kl. 11:00 Stórsvig 9-12 ára fyrri ferð.
Kl. 11:45 Stórsvig 9-12 ára seinni ferð.
Kl. 12:30 Stórsvig 8 ára og yngri fyrri ferð.
Kl. 13:15 Stórsvig 8 ára og yngri seinni ferð.
Sunnudagur
Kl. 11:00 Svig 9-12 ára fyrri ferð.
Kl. 11:45 Svig 9-12 ára seinni ferð.
Keppendur eiga að mæta til skráningar 1 klst. fyrir ræsingu.
Verðlaun verða veitt við Brekkusel að lokinni hverri grein. ATH allir 8 ára og yngri sem taka þátt fá viðurkenningu að keppni lokinni.
Foreldrar fjölmennið með börnum ykkar í fjallið og hvetjið þau til dáða.
Þeir foreldrar sem hafa tækifæri á að aðstoða við framkvæmd mótsins eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við starfsmenn Skíðasvæðisins í síma 4661010 fyrir föstudaginn.
Alpagreinanefnd.