07.03.2002
Jæja gott fólk, enn og aftur ætlum við að reyna að halda Dalvíkurmót fyrir 12 ára og yngri.
Sem fyrr þá er það háð veðri og vindum hvort af þessu verður og því biðjum við þá sem ætla að vera með að fylgjast með símsvaranum. Dagskrá mótsins er sem hér segir:
Sunnudagur 10/3
Kl. 13:00 Stórsvig 9-12 ára.
Kl. 14:30 Stórsvig 8 ára og yngri
Keppendur eiga að mæta 1 klst. fyrir ræsingu.
Verðlaun verða veitt við Brekkusel að lokinni keppni.
ATH að allir 8 ára og yngri sem taka þátt fá viðurkenningu að keppni lokinni.
Foreldrar fjölmennið með börnum ykkar og hvetjið þau til dáða.
Þeir foreldrar sem hafa tækifæri til að aðstoða við framkvæmd mótsins eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við starfsmenn skíðasvæðisins í síma 4661010.