Dalvíkurmót 2015

Í dag, 1. maí fór fram Dalvíkurmót í svigi 8-15 ára og stórsvigi fyrir 10-15 ára. Mótið fór fram við frábærar aðstæður í fjallinu og í hádeginu voru grillaðir hamborgarar í boði fyrir keppendur, systkin, foreldra og aðra áhorfendur. Nægur snjór er enn í fjallinu og þónokkur fjöldi af fólki skemmtir sér á skíðum til kl. 16:00, þegar lokað verður. Lyfturnar verða opnar á morgun, 2. maí, frá kl. 10:00-12:00, en kl. 12:00 er fyrirhuguð ferð á troðaranum fram á Böggvisstaðardal. Mótanefnd vill þakka öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í vetur við mótahaldið kærlega fyrir aðstoðina. Sérstaklega viljum við þakka foreldrum fyrir ómetanlega hjálp við mótin í vetur, án ykkar aðstoðar væri þetta ekki hægt. Úrslit má finna í pdf skjali hér fyrir neðan.