Dalvíkurmót 7 til 11 ára, úrslit

Í dag fór fram Dalvíkurmót í svigi og stórsvigi 8 til 11 ára og stórsvigi 7 ára og yngri. Verðlaunaafhending fyrir 8 til 11 ára verður á lokahófinu, en yngri börnin fengu verðlaun sín afhent í dag að loknu móti. Foreldrafélagið var með nýbakaðar vöfflur til sölu í Brekkuseli í dag sem vöktu mikla lukku meðal gesta. Mótanefnd þakkar keppendum og aðstandendum fyrir vel heppnað mót, og foreldrafélaginu fyrir vöfflunar!