Í dag fór fram Dalvíkurmót heldrimanna eða 20 ára og eldri. Keppt var í tveimur flokkum 20-39 ára og 40 ára og eldri.
Skemmst er að segja frá því að mótið heppnaðist frábærlega vel! Aðstæður eins og best verður á kosið; glaða sólskin, vægt frost og nánast logn. Ekki skemmdi fyrir að harðsnúinn hópur keppenda tók þátt bæði í karla- og kvennaflokki.
Sérstaklega athygli vöktu undafarinn og eftirfarinn í seinni ferð :)
Vegleg verðlaun voru veitt á skafli að lokinni keppni.
Úrslitin má sjá í meðfylgjandi skjali.