Dalvíkurmót í dag sunnudag

Aðstæður í Böggvistaðafjalli eru tvísýnar. Það er blautt en tiltölulega lítill vindur í augnablikinu. Höfum ákveðið að fara ekki af stað fyrir hádegi en ætlum að meta stöðuna kl. 11 og ákveðum þá hvort við keyrum keppni í flokki 8 til 15 ára eftir hádegið. Nýjar upplýsingar koma inn á síðuna kl. 11:15. Ennfremur hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikjabrautinni fyrir 7 ára og yngri og mun hún verða auglýst síðar þegar sólin skín.