16.02.2008
Í dag fór fram í Böggvistaðarfjalli Dalvíkurmót í stórsvigi fyrir börn 14 ára og yngri. 80 keppendur mættu til leiks, kepptu við fyrirtaks aðstæður að skemmtu sér hið besta. Ánægjulegt var að sjá hve margir foreldrar létu sjá sig í brekkunni og á tímabili var sannkölluð heimsbikarstemning á marksvæðinu. Úrslit mótsins er hægt að nálgast með því að ýta á hnappinn "úrslit móta" hér til hliðar.
Á morgun sunnudag verður mótinu fram haldið en þá verður keppt í svigi fyrir börn 14 ára og yngri.