Dalvíkurmót Intersports - allt í beinni

Um helgina verður keyrt Dalvíkurmót Intersports fyrir alla flokka og eru um 100 keppendur skráðir til leiks. Í dag laugardag verður keyrt svig og eru aðstæður hinar skaplegustu og preppmeistari mótsins Hilmar Guðmundsson vill meina að það sé gulur í dag. Við hvetjum alla til að kíkja í fjallið en tímataka fyrir mótið verður einnig í beinni útsendingu á Livetiming, til að fylgjast með því þá þarf bara að ýta á Livetiming logoið sem er neðst til hægri á heimasíðunni okkar.