Dalvíkurmót Intersports - stórsvig

Í dag verður keyrt stórsvig í Dalvíkurmóti Intersports. Það er hlýtt í veðri og mjúkt færi en að öðru leiti er þetta allt eins og blómstrið eina. Preppmeistari mótsins Hilmar Guðmundsson vildi lítið láta hafa eftir sér í morgunsárið annað en að afgangurinn af jólakertunum kæmi að góðum notum í dag. Dagskráinn í dag er þannig: Sunnudagur 29. janúar - STÓRSVIG 09:00 Afhending númera í flokki 11 ára og eldri 09:15 Skoðun hefst hjá 11 ára og eldri 09:45 Start fyrri ferð 11 ára og eldri Seinni ferð hjá 11 ára og eldri hefst strax að lokinni fyrri ferð. 11:15 Verðlaunaafhending 11 ára og eldri (3 fyrstu í hverri grein fá verðlaun) 11:30 Afhending númera í flokki 10 ára og yngri 11:45 Skoðun hefst hjá 10 ára og yngri ára 12:15 Start fyrri ferð hjá 10 ára og yngri Seinni ferð hjá 10 ára og yngri hefst strax að lokinni fyrri ferð Verðlaunaafhending 10 ára og yngri verður strax að lokinni keppni sem verður væntanlega um kl. 14:00 (ATH allir keppendur 10 ára og yngri fá verðlaun)