Dalvíkurmót, úrslit stórsvig

Nú síðdegis fór fram Dalvíkurmót í stórsvigi 16 ára og eldri og jafnframt var keppt í öldungaflokki. Í meðfylgjandi skjali má sjá öll úrslit. Metþátttaka var í öldungaflokki og greinilegt að þessar gömlu kempur hafa engu gleymt í skíðaíþróttinni þó hárum á höfði hafi eitthvað fækkað og hrukkum í andliti fjölgað. Mótanefndin þakkar öllum keppendum fyrir daginn og vonast til að sem flestir njóti páskahelgarinnar sem best í fjallinu.