21.02.2005
Dalvíkurmótið verður haldið næstkomandi helgi 26. -27. febrúar fyrir alla aldursflokka og er dagskrá þess sem hér segir:
Laugardagur 26. febrúar stórsvig.
Allir flokkar keppa:
6-8 ára (1.-3.bekkur)
9-10 ára (4.-5. bekkur)
11-12 ára (6.-7. bekkur)
13-14 ára (8.-9. bekkur)
15 ára og eldri
Sunnudagur 27. febrúar svig.
Keppt verður í flokkum:
9-10 ára (4.-5. bekkur)
11-12 ára (6.-7. bekkur)
13-14 ára (8.-9. bekkur)
15 ára og eldri
Keppni hefst báða dagana kl 11.00 skoðun kl 10.00. Keppendur eru beðnir um að mæta í Brekkusel kl.09:30
Foreldrar eru hvattir til að koma og aðstoða við mótið. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst við Valdísi í síma 466 1136 eða 861 3977 ef þið sjáið ykkur fært um að aðstoða við mótið.