Dalvískir krakkar á Stubai.

Á dögunum komu 6 krakkar frá Skíðafélagi Dalvíkur heim eftir æfingaferð á Stubai jökli ( um 3000m hæð) í Austurríki með Ski-Races krökkunum. Ferðinn heppnaðist vel í alla staði og gátu krakkarnir skíðað flesta daganna. Vonandi fer að styttast í að við getum opnað í fjallinu okkkar, en veðurspár eru okkur nokkuð hliðhollar eins og staðan er núna. Verið er að vinna í að koma æfingatöflu heim og saman, sem er vandasamt þannig að æfingatöflur skarist ekki á við aðrar íþróttagreinar. Settar verða inn upplýsingar þegar þær liggja fyrir þannig að fylgist vel með á heimasíðunni okkar.