Dósasöfnun

Nú er síðasta dósasöfnunin farin af stað þennan veturinn. Krakkarnir fengu miða á föstudaginn um það í hvaða götum þeir eiga að safna. Eins og við höfum áður látið koma fram er dósasöfnunin mikilvægasta fjáröflun foreldrafélagsins á hverjum vetri. Því hvetjum við foreldra til að vera virka í söfnuninni með krökkunum. Skila á dósunum flokkuðum og töldum í dósamóttöku Samskips fimmtudaginn 11.apríl milli kl.17.00 og 18.00. Stjórn foreldrafélagsins.