Dósasöfnun breyttur skilatími

Nú er farin af stað önnur dósasöfnin þennan veturinn. Dósasöfnunin er mikilvægasta fjáröflunaleiðin okkar í foreldrafélaginu. Afrakstur söfnunarinnar er meðal annars notað til að niðurgreiða kostnað á Andrésar Andarleikunum og aðrar uppákomur sem foreldrafélagið stendur fyrir og því mikilvægt að vel gangi. Á föstudaginn fengu krakkarnir miða með upplýsingum um hvar þau eiga að safna. Athugið að ekki þurfa allir krakkar að safna í þetta skiptið. Nú er stór hópur barna úr 1.bekk að taka þátt í fyrsta skipti í dósasöfnuninni með okkur, við bjóðum þau hjartanlega velkomin í hópinn. Við minnum foreldra á að vera dugleg að hjálpa yngstu þátttakendunum okkar við söfnunina. Skila á dósunum flokkuðum og töldum (skráð á miðann)í Samskip við Ránarbraut á fimmtudaginn 7.feb milli kl.17.00 og 18.00 athugið að tímasetningin er röng á miðanum. Foreldrafélagið