01.05.2003
Búið er að gera drög að æfingartöflu fyrir veturinn 2004 og setja hana inn á heimasíðuna undir æfingar og mót. Ástæðan fyrir því að taflan er svo snemma á ferðinni er sú að við viljum gefa foreldrum kost á að koma með athugasemdir ef þeir eru ekki sáttir með þetta uppkast. Svo er einnig gott fyrir foreldra sem eiga börn í öðrum tómstundum eða eru t.d í tónlistarskólanum að hafa töfluna til hliðsjónar. Tekið var tillit til stundarskrár skólanna eftir fremsta megni en breytingar á henni eru væntanlega ekki miklar milli ára. Þegar stundarskrár skólanna liggja endanlega fyrir í haust verður farið yfir töfluna og hún sett í endanlegt form.
Sú breyting verður næsta vetur að Leiktíminn verður fyrir 4-6 ára börn.
Aðrir æfingahópar verða því 2.-3. bekkur, 4.-5. bekkur og síðan 6. bekkur og eldri. Hugmyndin er að bjóða upp á æfingar fyrir 1.-2. bekk annarsvegar 2 x í viku og hinsvegar 3 x í viku. Nauðsynlegt er að foreldrar láti vita hverjir hefðu hugsanlega áhuga á æfingum "2 x í viku.
Settar hafa verið upp æfingar 3 x í viku fyrir 3.-4. bekk sami fjöldi og veturinn 2003, nema hver æfing stendur yfir í 1,5t. í stað 1t. Nauðsynlegt er að foreldrar þeirra barna sem hafa áhuga á 1 aukaæfingu í viku láti okkur vita.
Allar athugasemdir og ábendingar á að senda á skidalvik@skidalvik.is fyrir 1. ágúst n.k.