Efri lyftan opnuð í gær.

Efri lyftan hér á skíðasvæðinu á Dalvík var opnuð í gær í fyrsta skiptið á þessari skíðavertíð. Ekki hefur verið nægur snjór þar fyrr en nú. Fyrst um sinn verður skíðaleiðin meðfram lyftunni opin en næstu daga ættu fleiri leiðir að verða klárar.