Eftirlitsmannanámskeið SKÍ

Eftirlistmannanámskeið SKÍ verða haldin á Akureyri laugardaginn 27. nóvember n.k. og í Reykjavík 5. desember n.k. Bæði námskeiðin verða í senn upprifjunarnámskeið fyrir starfandi eftirlitsmenn SKÍ sem og hefðbundin námskeið til að öðlast réttindi fyrir veturinn. Æskilegt er að öll héröð hafi starfandi eftirlitsmenn og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig á tölvupósti, ski@ski.is, fyrir 22. nóvember. Nánari upplýsingar og dagskrá verða send þegar nær dregur.