Ekkert keppt í Bláfjöllum í dag.

Í dag átti að keppa í svigi á Bikarmóti Domino´s í Bláfjöllum. Búið er að flauta mótið af vegna aðstæðna í Bláfjöllum en þar hefur verið slæmt veður í morgun og töluvert snjóað í fjöllin þar. Verðlaunaafhending fyrir mótið í gær fer fram í hádeginu. Snorri Páll Guðbjörnsson varð í fyrsta sæti í flokki 15-16 ára. Eftir verðlaunaafhendinguna halda síðan keppendur okkar heim á leið.