Ekkki búist við að þurfi að frysta göngubrautina aftur

Jón Árni Konráðsson, sem annast lagningu göngubrautarinnar í Ólafsfirði, segir að göngubrautin hafi haldið vel í göngunni í dag og menn séu ánægðir hvernig til hafi tekist. Í morgun var settur áburður á brautina og hún fraus mjög vel og hentaði prýðilega fyrir skautið í dag. Jón Árni segist ekki búast við að þurfi að frysta brautina enn frekar fyrir 15 km hefðbundnu gönguna á morgun, spáin geri ráð fyrir frosti í nótt og þá ætti brautin að halda sér ágætlega.