Elektro Co gefur ljóskastara á Brekkusel.

Í vikunni gaf Elektro Co Skíðafélaginu ljóskastara með uppsetningu sem settur var á Brekkusel en hann lýsir upp svæðið við lyftuendann. Mikill munur er að fá ljós á þetta svæði, sérstaklega nú í skammdeginu og þökkum við Elektro Co kærlega fyrir þetta framtak.