Elsa Guðrún í sérflokki í 5 km göngu kvenna

Eins og í sprettgöngunni í gær var Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði, í sérflokki, í 5 km göngu kvenna með frjálsri aðferð. Hún fékk tímann 14,46 mín. Önnur varð Sandra Dís Steinþórsdóttir, Ísafirði, á tímanum 16,29 mín og þriðja Lena Margrét Konráðsdóttir, Ólafsfirði, á 18,11 mín. Fjórða varð síðan Stella Víðisdóttir, Ólafsfirði, á 18,26 mín. Aðeins þessar fjórar stúlkur tóku þátt í göngunni í dag.