Elsa Guðrún Jónsdóttir Íslandsmeistari

Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði sigraði með nokkrum yfirburðum í sprettgöngu kvenna á Skíðamóti Íslands nú rétt áðan. Elsa Guðrún hefur sýnt geysilegan styrk í göngumótum í vetur og verið í sérflokki í kvennaflokki þannig að þessi úrslit í dag þurfa ekki að koma á óvart. Önnur í göngunni í dag varð Sandra Dís Steinþórsdóttir Ísafirði, þriðja Ailsa Eyvindsson frá Kanada, sem keppti sem gestur, en þriða á Skíðamóti Íslands varð Hanna Dögg Maronsdóttir Ólafsfirði.