Elsa Guðrún setti punktinn yfir i-ið

Elsa Guðrún Jónsdóttir bætti enn einum gullpeningnum í safnið í dag þegar hún sigraði örugglega í 5 km göngu kvenna með hefðbundinni aðferð. Elsa Guðrún tryggði sér þar með fjórða gullpeninginn sinn á Skíðamóti Íslands, áður hafði hún sigrað í sprettgöngu og göngu með frjálsri aðferð. Sömuleiðis er hún búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitill í göngutvíkeppni. Önnur í göngunni í dag varð Sandra Dís Steinþórsdóttir, Ísafirði, og þriðja Hanna Dögg Maronsdóttir, Ólafsfirði.