Endurnýjun samnings Skíðafélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar

Skíðafélag Dalvíkur og Íþrótta- og æskulýðsmálanefnd Dalvíkurbyggðar hafa náð samkomulagi um endurnýjun samnings milli félagsins og Dalvíkurbyggðar. Greiðsla til félagsins skv. endurnýjuðum samningi verður kr. 5.000.000,- árið 2004, kr. 5.200.000,- árið 2005 og kr. 5.300.000,- árið 2006. Þessi niðurstaða er góð fyrir félagið en á þessu ári er félagið að fá 4.300.000 kr. Skíðafélagið hefur átt mjög gott samstarf við Dalvíkurbyggð síðustu ár og þökkum við fyrir það traust sem okkur er sýnt með þessum nýja samningi.