Enn einn sigur hjá Björgvin

Í nótt fór fram svigmót í Mt.Buller í Ástralíu og þar voru íslensku strákarnir meðal keppenda. Björgvin Björgvinsson Dalvík, sigraði mótið eftir að hafa verið með þriðja besta tímann eftir fyrri ferð og undirstrikar Björgvin með þessum árangri getu sína í íþróttinni. Til hamingju Bjöggi. Kristinn Ingi Valsson Dalvík, hafanað í áttunda sæti sem er frábær árangur hjá honum. Sindri Már Pálsson úr Breiðablik gerði einnig mjög góða hluti og hafnaði í sjöunda sæti 33 brotum á undan Kristni. Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði féll úr keppni.