Enn sigrum við á Unglingameistaramótinu.

Í morgun fór fram keppni í Risasvigi í Hlíðarfjalli. Í flokki 15-16 ára er keppni lokið og þar eins og oft áður á þessu móti sigraði félagi úr Skíðafélagi Dalvíkur en þar var Kristinn Ingi Valsson. Snorri Páll Guðbjörnsson varð í fjórða sæti, glæsilegt hjá þeim. Þetta eru fimmtu gullverðlaun okkar á mótinu. Keppni í flokki 13-14 ára hefst kl.12:00. Þar er Kári Brynjólfsson meðal keppenda sem þegar hefur unnið þrjú gull á mótinu. Öll úrslit er að finna á www.skidi.is