20.10.2014
Á sl. sunnudag þ.e. 19.október var ráðist i að stinga niður rafmagnskappli upp að ljósastaurunum sem settir voru niður í fyrra. Verkið gékk vel enda vel mannað. Um 10 manns mættu á svæðið en þetta var ákveðið með stuttum fyrirvara þar sem veðurfræðingar spáðu snjókomu sem síðan kom á daginn. Að loknu verki settust menn sælir og glaðir með dagsverkið og nutu veitinga í Brekkuseli.
Núna er skíðasvæðið hvít-kápuklætt og vonandi mun rafmagnskapallinn verða til þess að skíðaunnendur fái betri lýsingu á neðsta hluta skíðasvæðisins í vetur.
Vel að verki staðið - Takk fyrir þetta.
Stjórnin