Enn vantar snjó í Böggvisstaðafjall.

Þrátt fyrir að nokkuð hafi snjóað undanfarið í logni vantar okkur enn snjó og ekki bætir hlákan undanfarið ástandið. Að sögn Einars Hjörleifssonar svæðisstjóra var um 25. sentimetra jafnfallin snjór yfir öllu á nýjársdag en hann hefur tekið nokkuð upp síðustu daga. Við verðum því enn að bíða eftir því að komast á skíði en þegar að því getur orðið auglýsum við það vel og þá munu æfingar hefjast hjá félaginu. Upplýsingasími svæðisins er 8781606.