12.01.2003
Þrátt fyrir að snjórinn hafi ekki látið sjá sig er langt í land þangað til við förum að örvænta.
Á síðasta ári voru svipaðar aðstæður þó svo að einhver snjór hafi verið. Á heimasíðunni frá síðasta vetri má sjá að svæðið var opnað 26. janúar og eftir það voru aðstæður ágætar þó svo að snjórinn hafi verið í minna lagi. Opnunardagar síðasta vetur voru í meðallagi og því engin ástæða að örvænta ennþá þó svo að æskilegt sé að snjórinn láti sjá sig, sérstaklega fyrir þá sem æfa skíðin. Þegar þetta er skrifað blæs að norðan sem er nýung á þessum slóðum og gránað hefur í fjöll sem ekki hefur gerst lengi.